Gleðilegt nýtt ár

admin Fréttir

Auðarskóli óskar öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir liðin ár.

Nokkrar breytingar eru í stofnuninni frá og með þessum áramótum þar sem Eyjólfur Sturlaugsson, sem verið hefur skólastjóri Auðarskóla frá stofnun hans árið 2009, lét af störfum sem skólastjóri nú um þessi áramót.  Settur skólastjóri þar til nýr skólastjóri hefur verið ráðinn er Þorkell Cýrusson (keli@audarskoli.is). Staðgengill skólastjóra er Bergþóra Jónsdóttir (bergthora@audarskoli.is).