Föngulegur hópur 8. – 10. bekkinga skellti sér í Borgarnes þann 26. janúar til þess að taka þátt í og fylgjast með undankeppni í Samfés. Tvö atriði frá skólanum tóku þátt, annarsvegar Gemlingarnir með þeim Angantý, Hlyni, Guðbjarti og Hlöðver Smára og hinsvegar Hlöðver Smári og Benedikt Máni með þær Guðrúnu Birtu og Elínu Huld í bakröddum.
Skemmst er frá því að segja að öll stóðu þau sig með mikilli prýði og lentu Hlöðver, Benedikt, Guðrún og Elín í þriðja sæti með lagi og texta Hlöðvers; Tíminn.
Heppnaðist ferðin frábærlega og voru nemendurnir skóla og byggðarlagi sínu til mikils sóma.
Skemmst er frá því að segja að öll stóðu þau sig með mikilli prýði og lentu Hlöðver, Benedikt, Guðrún og Elín í þriðja sæti með lagi og texta Hlöðvers; Tíminn.
Heppnaðist ferðin frábærlega og voru nemendurnir skóla og byggðarlagi sínu til mikils sóma.