Góð heimsókn

admin





Picture



Í dag urðum við þess heiðurs aðnjótandi að fá heimsókn frá Heiðaskóla í Hvalfjarðarsveit.  Það voru 25 starfsmenn grunnskóla-deildar, sem mættu á svæið. Gestirnir skoðuðu skólann, fræddust um skólastarfið og spjölluðu við nemendur og starfsmenn.


Skólarnir tveir eru um margt líkir.  Þeir eru báðir samreknir og eru staðsettir í sveitarfélögum sem hafa svipaðan íbúarfjölda.  Þeir geta því örugglega notfært sér reynslu hvors annars í meiri mæli en þeir hafa hingað til gert.  Hugsanlega er þessi heimsókn því  upphafið meira og nánara samstarfi á ýmsum sviðum.




Við þökkum góðum gestum heimsóknina í morgun.