Ákveðið hefur verið að nemendur tónlistarskólans komi reglulega í heimsókn í leikskólann. Markmiðið með þessum heimsóknum er að auðga tónlistareynslu leikskólabarna.
Þann 21. mars kom fönguleg sveit harmonikkuspilara í heimsókn í leikskólann. Þetta voru nemendur og kennarar tónlistarskólans. Þeir spiluðu nokkur lög og sátu allir mjög stilltir og prúðir og hlustuðu áhugasamir á meðan.