Á mánudaginn 30. nóvember stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir jólaleiksýningu fyrir yngsta stig grunnskólans og leikskólabörnin. Leiksýningin „Hvar er Stekkjarstaur ?“ verður sýnd í Dalabúð klukkan 14:00. Foreldrar eru velkomnir að koma og horfa með börnunum.
„Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða. Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því að jólasveinunum er orðið svo illa við allan isinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin. Tekst Höllu að fá þá til að skipta um skoðun? “ |