Mánudaginn 7. desember var hinn árlegi jólaföndursdagur í grunnskóladeild Auðarskóla. Unnið var á hverju stigi fyrir sig og einungis unnið í jólaföndri fram að hádegi.
Elsta stig föndraði gluggaskraut sem hefur raðast í efri gluggana í þeirra stofum og víðar.
Miðstig var að skreyta krukkur, búa til súkkulaðiskálar, origami o.fl.
Yngsta stig skreyttu líka krukkur og perluðu jólamyndir.
Elsta stig föndraði gluggaskraut sem hefur raðast í efri gluggana í þeirra stofum og víðar.
Miðstig var að skreyta krukkur, búa til súkkulaðiskálar, origami o.fl.
Yngsta stig skreyttu líka krukkur og perluðu jólamyndir.
Einnig notuðu margir tímann í að skreyta jólakortapokana sína og einhverjir byrjuðu að föndra jólakort.
Skemmtilegur dagur í uppbroti.