Jólamyndasamkeppni

Auðarskóli Fréttir

Jólamyndasamkeppni er fastur liður í aðdraganda jólanna í Auðarskóla.

Nemendur teikna jólamynd á A4 blað, myndin skal vera teiknuð fríhendis og eru jólin viðfangsefni þátttakenda.

Þriggja manna dómnefnd fer yfir myndirnar og velur eina mynd af hverju stigi sem sigurvegara.

Dæmt er út frá framkvæmd, hugmyndaflugi, sköpun og jólaanda myndarinnar.

Dómnefndin í ár er skipuð Bjarka sveitastjóra, Maríu Hrönn myndmenntakennara og Sædísi Birnu stuðningsfulltrúa

 

Úrslit verða kynnt á morgun á litlu jólunum.

 

  

 

Trommusláttur ….!!

 

Hrólfur Logi Guðmundsson

Auður Linda Einarsdóttir

Kristján Þorgils Sigurðsson