Fimmtudaginn 30. nóvember verður hið árlega kaffihúsakvöld í Dalabúð.
Húsið opnar 19:00 en skemmtunin byrjar 19:30.
Boðið verður upp á smákökur og heitt kakó.
Nemendur úr 6. – 10. bekk sýna skemmtileg atriði.
Einnig verður happadrætti með glæsilegum vinningum.
Það kostar 1.000 kr. inn á kaffihúsakvöldið og innifalinn er einn happadrættismiði.
Frítt er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri.
Hægt er að kaupa fleiri happadrættismiða, hver miði kostar 100 kr.
Ágóði rennur til nemendafélagsins.