Nemendur á elsta stigi í Auðarskóla kusu í dag um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Þetta er dæmi um lýðræðislegt skólastarf þar sem nemendur fá að æfa sig í að taka upplýstar ákvarðanir, sýna ábyrgð og virða reglur. Þetta styður sérstaklega við grunnþætti menntunar um lýðræði, mannréttindi, jafnrétti, læsi, heilbrigði, velferð og sjálfbærni.
Nokkur áróður var á kjörstað og þurfti að minna kjósendur á að hafa sig hæga. Nemendum voru kynntar reglur um kjörseðla.
Kjörsókn var til fyrirmyndar. Allir nemendur á elsta stigi sem sóttu skólann í dag skiluðu sínum kjörseðli.
Niðurstaða kosninga var eftirfarandi:
- Nei sögðu 16.
- Já sagði 1.
- Auðir eða ógildir seðlar: 2
Niðurstaðan er því afgerandi: Nemendur á elsta stigi Auðarskóla segja nei við sameiningu.

