Kvenfélagið Fjólan gefur spjaldtölvur

admin





Picture

Stjórn Fjólunnar með skólastjóra

Kvenfélagið Fjólan gaf á dögunum grunnskóladeild skólans sex 10″ spjaldtölvur af gerðinni Point of View.  Það var stjórn Fjólunnar sem afhenti skólastjóra tölvunar á stóru upplestrarkeppninni.


Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjólan styður skólann, en félagið hefur áður gefið leikskólanum og tónlistarskólanum

rausnarlegar gjafir og verið bakhjarl skólastarfs í Dölum um árabil.  Kvenfélaginu er hér með þakkað fyrir þennan ómetanlega stuðning.