Kartöfluuppskeran var betri í ár en síðastliðið ár hjá krökkunum á Álfadeild. Börn fædd 2006 tóku upp kartöflurnar og fengu með sér heim í soðið. Katrín matráður, sauð síðan restina og fengu allir glænýjar kartöflur með fiskinum sínum. Algjört lostæti.
Þann 15. september var grænn dagur í leikskólanum. Flestir komu í einhverjum grænum fötum, það var föndrað með litinn og búnar til grænar vöfflur með grænum glassúr, sem allir borðuðu með bestu lyst.