Litlu jól í Auðarskóla

AuðarskóliFréttir

Á síðasta skóladegi fyrir jól eru haldin litlu jól í Auðarskóla. Þetta er alltaf yndislegur dagur með börnunum okkar. Fyrst hittast samkennslubekkirnir með sínum umsjónarkennara. Þau eiga saman notalega stund, skiptast á pökkum, horfa á jólastuttmynd og spila á spil.

Að því loknu hittist skólinn allur í efra holi og við dönsum í kringum jólatréð. Í ár spilaði Gísli tónmennta- og tónlistarkennari undir á píanó á meðan við sungum hin klassísku jólalög.

Dagurinn endar svo á hátíðarhádegisverði í samkomusalnum í Dalabúð. Nemendur á elsta stigi aðstoðuðu starfsfólk að stilla upp og ganga frá. Takk þið öll sem hjálpuðuð okkur við það. Í þessum hádegisverði eru svo úrslit jólamyndasamkeppninnar tilkynnt. Sjá betur hér.

Takk fyrir daginn öllsömul.