Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar fór fram í Leifsbúð í Búðardal í gær. Alls mættu 11 keppendur frá eftirfarandi skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugagerðisskóla, Grunnskólanum Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar. Keppendur sem allir eru úr 7. bekk kepptu í þremur umferðum. Allir stóðu upplesarnir sig vel og var úr vöndu að ráða hjá dómurum. Sigurvegari að þessu sinni varð Harpa Hilmisdóttir úr Borgarnesi (sjá mynd), í öðru sæti varð Unnur Helga Vífilsdóttir Borgrnesi og í þriðja sæti varð Freyja Ragnarsdóttir Pedersen Grunnskóla Borgarfjarðar.
Verðlaunahafar fengu viðurkenningaskjal og allir keppendur bók að gjöf.
Því miður mætti enginn frá Sparisjóðunum, en þeir hafa hingað til séð um að afhenda peningaverðlaunin sem fylgja verðlaunasætum.
Verðlaunahafar fengu viðurkenningaskjal og allir keppendur bók að gjöf.
Því miður mætti enginn frá Sparisjóðunum, en þeir hafa hingað til séð um að afhenda peningaverðlaunin sem fylgja verðlaunasætum.