|
Bryndís Böðvarsdóttir lauk á dögunum við skýrslu frá skólaþingi Auðarskóla, sem haldið var 24.mars síðastliðinn. Á skólaþingið mætti 30 manns sem ræddi líflega saman um grunnskólann. Alls er að finna 330 atriði í skýrslunni, sem fjalla um styrkleika í skólastarfinu og það sem betur má gera. Hér er því á ferðinni mikið efni fyrir skóla og sveitarstjórn að vinna með. Ljóst er að þing sem þessi skila miklum afrakstri og geta verið góður vettvangur til að auka umræðu milli íbúa um skólamál.
Skýrsluna má finna Þá fylgja líka myndir af þinginu hér til hliðar. |