Nýja sófasettið

admin





Picture

Nú hafa verið keyptir nýir sófar í efra rými grunnskólans í Búðardal.  Sófarnir leysa af hólmi gamalt sófasett, sem elstu menn muna vart hvernær var keypt.  Var það mál manna að löngu væri orðið tímabært að bæta setaðstöðu nemenda og endurnýja sófana.

Í framhaldinu verður unnið að því að setja upp hljóðkerfi í rýminu þannig að auðvelt verði að spila þar tónlist, vera með fundi, skemmtanir  og aðrar uppákomur.  Markmiðið er að efra rýmið verði fjölnotarými í framtíðinni.