Á öskudaginn verður mikið fjör í skólanum og vikið verður frá hefðbundnu skólastarfi að mestu. Í leikskólanum verður köttur sleginn úr tunnunni um kl. 9 í Fjallasal leikskólans og að því loknu labba börnin um bæinn eftir því sem aldur og þroski þeirra leyfir. Í grunnskólanum verður boðið upp á andlitsmálun fyrir hádegi og skellt verður í Brekkusöng. Eftir hádegi, um kl. 13, verður labbað um bæinn og sungið fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana í von um góðgæti í poka.
Við endum svo daginn á að slá köttinn úr tunnunni í Dalabúð milli kl. 14 og 15. Foreldrafélagið er í góðu samstarfi við skólann og býður það upp á samkomurnar fyrir leik- og grunnskólabörnin.