Dagur íslenskrar tungu

Auðarskóli Fréttir

Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert. Dagur íslenskrar tungu er einn fánadaga Íslands.

Alþjóðlegur tungubrjótsdagur

Auðarskóli Fréttir

Í dag er alþjóðlegur tungubrjótsdagur. Hver man ekki eftir „Stebbi stóð á ströndu“. Við hvetjum alla unga sem aldna að spreyta sig á tungubrjótum í dag sem aðra daga.

Dagur GEGN EINELTI

Auðarskóli Fréttir

Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur sett í loftið vef í tengslum við dag gegn einelti Á vefnum má m.a. finna finna myndbönd þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir gefur góð ráð fyrir starfsfólk í skóla ásamt upplýsingum um eineltistengd verkefni og verkfæri.

Nemendakönnun 2.-5. bekkjar

Auðarskóli Fréttir

Dagana 19., 20. og 21. október verða nemendakannanir í 2.-5.bekk á vegum Skólapúlsins. Kynningarbréf hefur nú þegar verið sent öllum foreldrum og kennurum. Sjá tölvupóst frá 13. október.

Foreldrasamtalsdagur

Auðarskóli Fréttir

Foreldrasamtalsdagur Auðarskóla fór fram í gær, 12. október. Góð mæting var á öllum skólastigum og þakkar starfsfólk skólans foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir komuna.

Aðalfundur foreldrafélagsins 19. október

Auðarskóli Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskóla Auðarskóla miðvikudaginn 19. október klukkan 20:00, í stofu 7. Allir foreldrar eru sjálfkrafa í foreldrafélaginu-Sjá reglur foreldrafélags Auðarskóla. Á fundinum  verður m.a. kosið um einn fulltrúa í fræðslunefnd og einn í skólaráð. Einnig verður kosið um einn fulltrúa í stjórn í foreldrafélagsins.

Vetrarfrí 31.okt-4.nóv grunnskólans

Auðarskóli Fréttir

Vetrarfrí grunnskólans verður dagana 31. október til 4. nóvember. Njótum daganna í faðmi fjölskyldu og vina! Skólabílar ganga ekki þessa daga.

Skólapúlsinn

Auðarskóli Fréttir

Auðarskóli er orðinn formlegur þátttakandi í Skólapúlsinum. Skólapúlsinn er matstæki sem nýtt er í innra mati/sjálfsmati skóla og fá foreldrar og starfsfólk sent kynningarbréf um Skólapúlsinn. Nemendur fá einnig kennslu og kynningu á Skólapúlsinum.        

Dagur leikskólans

admin Fréttir

Dagur leikskólans var haldinn 6. febrúar sl.  Í tilefni dagsins voru listaverk nemenda leikskólans í forgrunni og haldin var sérstök sýning á þeim. Boðið var upp á veitingar og áttu gestir og nemendur góða stund saman. Einnig komu nemendur á elsta stigi í heimsókn til okkar á Tröllaklett. Drengir spiluðu við nemendur fyrir hádegi og stúlkur komu í leikjastund í Fjallasal eftir …