Sigrún Elíasdóttir rithöfundur kom í heimsókn í Auðarskóla síðast liðinn mánudag og las fyrir nemendur 3.-7.bekkjar úr nýrri bók sinni „Leitin að vorinu“ sem er sú fyrsta í þríleik. Bókin er fantasía sem fjallar um tvær ólíklegar hetjur sem leita að svarinu við því hvers vegna vorið kemur ekki í Norðurheimi. Á leið þeirra verða að sjálfsögðu skrímsli og forynjur …
Umsókn um tónlistarnám
Það hafa komið spurningar um hvar eyðublaðið fyrir tónlistarskólann er. Hér er linkur: http://www.audarskoli.is/siacutemargjaldskraacutereyethubloumleth.html Lengst til hægri á þessari síðu er þetta eyðublað það þriðja talið ofan frá.
Starfsáætlun Auðarskóla á heimasíðu
Starfsáætlun Auðarskóla fyrir starfsárið 2019-2020 er komin hér inn á vefsíðu skólans undir „útgáfa“. http://www.audarskoli.is/uacutetgaacutefa.html
Skólahaldi aflýst miðvikudaginn 11. desember
Allt skólahald í Auðarskóla grunnskóla-, tónlistarskóla- og leikskóladeild fellur niður miðvikudaginn 11. desember vegna veðurs. Hlöðver Ingi skólastjóri Auðarskóla
Skólahald fellur niður í öllum deildum Auðarskóla
Nú hefur verið ákveðið að öll starfsemi Auðarskóla falli niður á morgun, bæði leik- og grunnskóli. Skólinn verður því lokaður á morgun 10. desember. Þessi ákvörðun er tekin með bæði hagsmuni nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Það kemur síðan í ljós á morgun hvað verður ákveðið varðandi miðvikudaginn en eins og staðan er núna er líklegast að skóli falli líka …
Leppalúði í Auðarskóla
Þriðjudaginn 3. desember var Kómedíuleikhúsið með leiksýningu fyrir alla nemendur í grunnskóladeildinni og tvo elstu árgangana í leikskólanum um Leppalúða. Leppalúði hefur ávallt staðið í skugganum af Grýlu og jólasveinunum eins og segir í leikskrá og loksins fær hann að vera í sviðsljósinu. Höfunundur leikritsins er Elfar Logi Hannesson og er hann eini leikarinn í sýningunni. Nemendur skemmtu sér ágætlega …
Kaffihúsakvöldið
Þann 21. Nóvember 2019 var okkar árlega kaffihúsakvöld haldið í Dalabúð. Eins og venjulega var unlingastigið sem hélt utan um undirbúning og skipulag. Margt var um manninn og seldust margir happdrættismiðar. Þá voru 6. – 10. bekkur með atriði sem voru geggjað flott. Unglingastig og miðstig bökuðu smákökur svo var gert heitt kakó þannig að fólk gat fengið sér heitt …
Samvinna 1. bekkjar og elsta árgangs leikskólans
Í samvinnu 1. bekkjar og skólahóps var umhverfið og plastnotkun til umræðu. Til að minnka plastpokanotkun saumuðu og klipptu nemendur boli og bjuggu til fjölnotapoka sem hægt er að grípa í ef fötin hjá yngsta stigi verða blaut. Nemendurnir bjuggu til 30 boli sem notaðir verða í staðinn fyrir plastpoka. Mikilvægt er að foreldrar sendi pokana aftur í skólann svo …
Tónfundir í nóvember
Tónfundir fóru fram í tónlistardeildinni þriðjudaginn 12. og fimmtudaginn 14. nóvember. Voru þeir haldnir á sviðinu í Dalabúð og sú tilhögun tókst með miklum ágætum. Nemendur stóðu sig frábærlega og er gaman að sjá hvað þeim fer mikið fram. Með nýfengnu og spennandi samstarfi tónlistarkennaranna verður nú áhersla á meira samspil og megum við eiga von á að sjá fleiri …