Þann 10. mars síðast liðinn hélt Lionsklúbbur Búðardals svokallað kótilettukvöld þar sem eldaðar voru dýrindis kótilettur og margir komu og skemmtu gestum. Viðburðurinn var auglýstur til styrktar Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Óskar og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Á föstudaginn 13. apríl afhenti Lionsklúbburinn svo þessum aðilum afrakstur kótilettukvöldsins og fékk Auðarskóli heilar 250.000 krónur í sinn hlut. Við þökkum Lionsklúbbi Búðardals alveg kærlega fyrir …
Dagur eldri borgara
Kæru Dalamenn 60 ára og eldri Verið velkomin í leikskólann okkar þriðjudaginn 21. nóvember.Það verður opið hús milli kl. 10 og 11í tilefni af degi eldri borgara.Boðið verður upp á hressingu,við tökum kannski lagið samanog eigum góða samverustund. Hlökkum til að sjá ykkur Börn og starfsfólk leikskóla Auðarskóla
Upplestrarkeppni Auðarskóla
16. mars fór fram, í Auðarskóla, undankeppni fyrir Stóru Upplestrarkeppnina. Keppnin er ætluð nemendum 7. bekkjar og er undirbúningur nokkur fyrir keppni sem þessa og allir eru hvattir til að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Æfingatímabilið er nokkrar vikur og æfingum fjölgar eftir því sem líður á. Við lok þessa tímabils er ánægjulegt að sjá þær framfarir sem …
Stelpurnar okkar gerðu góða hluti í glímu um helgina
Eins og sjá má á frétt Skessuhorns í dag voru nokkrar stelpur úr Auðarskóla að gera góða hluti í glímu um helgina. Grunnskólamót í glímu var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Á vefsíðu Glímusambands Íslands segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig og fóru keppendur ánægðir heim. Glímudrottning okkar dalamanna, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, nýkjörin formaður Glímusambands Íslands, var …
Foreldraviðtalsdagur
Á miðvikudaginn 10. október verður foreldraviðtalsdagur í grunnskóladeild Auðarskóla. Enginn kennsla er þennan dag né heldur skólaakstur. Foreldrar munu fá sent frá umsjónarkennurum sinna barna hvenær dagsins þau eiga að mæta til viðtals.
Vorhátíð og skólaslit Auðarskóla – 1. júní 2016
Á vorhátíð má gjarnan klæðast furðufötum í tilefni dagsins. Hafa ber þó í huga að hluti dagskrár er úti og því þarf einnig að klæða sig eftir veðri. 08.30 – 09.50 Nemendur inni í umsjá umsjónarkennara. 09.50 – 10.10 Morgunmatur 10.10 – 11.40 Útileikir: Fimm stöðvar verða í gangi allan tímann við skólann: …
Skólahreysti
Á þriðjudaginn 14. mars 2017 tók Auðarskóli þátt í Skólahreysti. Í liðinu okkar voru þau Hilmar Jón og Lilian sem kepptu í hraðabrautinni, Jóna Margrét sem keppti í armbeygjum, Sigurdís Katla í hreystirgreip og Finnur sem keppti í dýfum og upphífingum. Varamenn voru þau Sigurdís Katla og Árni Þór. Þau stóðu sig ákaflega vel og fóru nemendur af mið- og …
Leikskólinn er Vináttuleikskóli
Leikskóli Auðarskóla er nú formlega kominn af stað með Vináttu verkefnið. Vinátta er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla. Verkefnið á rætur að rekja til Danmerkur og ber þar heitið Fri for mobberi . Um er að ræða tösku sem inniheldur nemendaefni og kennsluleiðbeiningar fyrir starfsfólk auk efnis til að nota með foreldrum og starfsfólki. Gert …