Tæknimessa á Akranesi

admin

Á fimmtudaginn 9. nóvember s.l. fóru nemendur á elsta stigi Auðarskóla í ferð á Akranes til að taka þátt í Tæknimessu sem haldin var í fjölbrautaskólanum þar.  Það var líf og fjör í fjölbrautaskólanum þann daginn en þetta var í annað skiptið sem Tæknimessan var haldin í skólanum. Um 650 ungmenni af elsta stigi grunnskólanna á Vesturlandi tóku þátt. Markmið …

Vísindasmiðja á leikskóla

admin

Krakkarnir á Tröllakletti hafa verið í vísindasmiðjum í þessari viku. Þau hafa verið að leika með ljós og liti. Einnig hafa þau verið að gera mjólkurlistaverk og lært þá um eiginleika efna. Svo bjuggu þau til lava lampa, Þá lærðu þau að sum efni eru þyngri en önnur og svo er bara svo gaman að sjá þegar að freyðitaflan fer …

Vetrarfrí

admin

Dagana 30. október – 1. nóvember 2017 er vetrarfrí í grunnskóladeild Auðarskóla. Þá er engin kennsla í grunnskólanum og skólabílar keyra ekki.  Einnig fellur niður starf Fjallasals á þessum dögum sem og tómstundirnar á miðvikudagseftirmiðdaginn. Vonandi eiga allir eftir að njóta frísins með börnunum sínum og hlökkum við til að sjá þau koma aftur í skólann endurnærð eftir frí.

Leikskólabörn sungu við opnum Kjörbúðarinnar

admin

​Á föstudaginn 13. október 2017 var Kjörbúðin í Búðardal opnuð. Krakkarnir á Tröllakletti tóku þátt í opnuninni með söng þar sem þau fluttu tvö lög í lok ræðuhalda. Krökkunum fannst mjög gaman og spennandi að fá að vera þátttakendur í þessari opnun.

Ný stjórn foreldrafélags Auðarskóla

admin

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla var haldinn þriðjudaginn 26. september 2017. Á fundinum voru hinir hefðbundnu liðir aðalfundar.  Gert grein fyrir störfum síðasta starfsárs og ársreikningar lagðir fram.  Skólastjóri kom og gerði grein fyrir störfum skólaráðs. Kosningar fóru fram og var sama fólk kjörið áfram í skólaráð og fræðslunefnd. Ný stjórn foreldrafélagsins var kjörin eftirfarandi: Formaður: Jón Egill Jónsson Gjaldkeri: Björt Þorleifsdóttir …

Leikskólabörn fóru að skoða selina í Búðardal

admin

Miðvikudaginn 27. september fóru börn á Tröllakletti  og 3 börn af Dvergahlíð að skoða selina sem hefur verið komið fyrir niður við höfnina í Búðardal.  Fannst þeim þetta mjög gaman og áhugavert.  Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá ferðinni.

Kaffi og með því – mikilvægt fyrir alla foreldra/forráðamenn

admin

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 26. september kl. 17:30. … Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins. 3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs. 4. Lagabreytingar. 5. Kosningar.  Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á. 6. Önnur …

Fjölnota pokar – gjöf til leikskóla

admin

Í samverustund foreldra og starfsfólks sem haldin var þriðjudaginn 12. september sl. fékk leikskólinn fjölnota poka að gjöf. Pokarnir eru ætlaðir óhreinum fötum sem sendir eru heim og koma svo til baka með nýjum fötum í aukafatakassana. Pokarnir eru eign leikskólans. Í einhverjum tilfellum þarf eflaust að þvo pokana áður en þeir eru fylltir af hreinum aukafötum. Pokana gáfu Svanhvít …