Öllu skólahaldi Auðarskóla (leik-, grunn- og tónlistarskóla) er aflýst vegna veðurs í dag (10.des.). Skólastjóri
Piparkökubakstur
Miðvikudaginn 3. desember n.k. kl. 17:00 stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir piparkökubakstri í Dalabúð. Nemendur og foreldrar leik- og grunnskólans koma saman og skreyta piparkökur. Öllum verður séð fyrir tilbúnum kökum, en vinsamlegast hafið glassúr meðferðis. Engin gæsla er á staðnum og ætlast til að börn komi í fylgd foreldra eða forráðamanna. Foreldrafélag Auðarskóla
Kaffihúsakvöld
Fimmtudaginn 27. nóvember verður hið árlega kaffihúsakvöld í Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin byrjar kl. 19:30. Boðið verður upp á smákökur og heitt kakó. Nemendur úr 6.-10. bekk sýna bráðskemmtileg skemmtiatriði. Einnig verður happadrætti með glæsilegum vinningum. Inn á kaffihúsakvöldið kostar 700 kr. og innifalinn er einn happadrættismiði. Frítt er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri. Hægt …
Auðarskóli endurnýjar húsgögn
PantoMove stóll Í upphafi þessa mánaðar voru tekin í notkun í Auðarskóla ný húsgögn fyrir alla nemendur í 1. – 4. bekk skólans. Um er að ræða PantoMove stóla og VS Uno borð frá Pennanum. Borðin og stólarnir, sem nýju húsgögnin leysa af hólmi, voru flest orðin áratuga gömul og hálfgerður samtíningur úr ýmsum áttum. Vonast er til þess að …
Leiksýning á vegum foreldrafélagsins
Mánudaginn 17. nóvember mun Möguleikhúsið sýna leikritið „Langafi prakkari“ eftir Pétur Eggerz. Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir sýningunni og byrjar hún klukkan 10:30 í Dalabúð. Sýningin er ætluð börnum í 1. – 4. bekk grunnskólans og nemendum úr leikskólanum. Börnin eru í umsjón starfsfólks skólans en foreldrar eru velkomnir með á sýninguna ef þeir vilja.
Börnum haldið innandyra
Í dag verða börn í leik- og grunnskóla haldið innadyra eftir hádegið vegna loftmengunar frá Holuhrauni. Skólastjóri
Mikið lesið á miðstigi
Á miðstigi er lestrarátak í gangi sem kallast Lestrarátak Ævars vísindamanns. Þá fá nemendur lesmiða sem gildir fyrir þrjár bækur. Kennari eða foreldrar kvitta þegar búið er að fylla út miðann, honum er skilað inn til kennara og nemendur fá nýjan miða. Átakið er í gangi til 1. febrúar 2015, þá verða miðarnir sendir til Ævars og lenda þar í …
Boðað verkefall tónlistarkennara
Félag tónlistarkennara hefur boðað verkefall þann 22. október næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Ef til verkfalls kemur fellur öll tónlistarkennsla niður á vegum tónlistardeild Auðarskóla. Umsjón með söngsveitum og hljómsveitum fellur einnig niður. Skólastjóri
Varðandi loftmengun frá Holuhrauni
Í Auðarskóla er fylgst með loftgæðum utandyra og hugsanlegum tilkynningum í fjölmiðlum um hættuástand í einstökum landshlutum. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og við höfum …
Skógræktarstarf í Auðarskóla
Auðarskóli hefur til umráða svæði austan við Búðardal, ofan við Rarikhúsið, til þess gróðursetja trjáplöntur. Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. „Markmið sjóðsins er að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi á ári hverju.“ Verkefninu er á þennan hátt ætlað að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt fyrir unga fólkinu í landinu …