Velkomin á árshátíð
Þann 21. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki rúmlega tvær klukkustundir. Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að hafa samband …
Stærðfræðikeppnin 2013
Þriðjudaginn 12. mars tóku fimm nemendur úr Auðarkóla þátt í stærðfræðikeppni fyrir nemendur á unglingastigi, sem Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur fyrir á hverju ári. Nokkrir nemendur tóku þátt í forvali Auðarskóla fyrir keppnina og smávegis æfingar fóru fram í skólanum. Nemendur frá níu skólum á Vesturlandi tóku þátt í keppninni. Um 4% keppenda komu úr Auðarskóla og voru þau …
Kvenfélagið Fjólan gefur spjaldtölvur
Stjórn Fjólunnar með skólastjóra Kvenfélagið Fjólan gaf á dögunum grunnskóladeild skólans sex 10″ spjaldtölvur af gerðinni Point of View. Það var stjórn Fjólunnar sem afhenti skólastjóra tölvunar á stóru upplestrarkeppninni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjólan styður skólann, en félagið hefur áður gefið leikskólanum og tónlistarskólanum rausnarlegar gjafir og verið bakhjarl skólastarfs í Dölum um árabil. Kvenfélaginu er …
Tónfundi eldri barna frestað
Tónfundi sem vera átti hjá eldri nemendum í dag er frestað vegna veðurs og veikinda.
Stóra upplestrarkeppnin
Í dag fór fram stóra upplestrar-keppnin í Auðarskóla. Það voru nemendur í 7. bekk sem reyndu með sér í góðum upplestri. Allir nemendur bekkjarins tóku þátt og stóðu sig með prýði. Sigurvegari varð Björgvin Óskar Ásgeirsson og í öðru sæti varð Helga Dóra Hólm Jóhannsdóttir. Eydís Lilja Kristínardóttir varð svo í þriðjasæti. Þau Björgvin og Helga Dóra munu svo keppa …
Tónfundi yngri barna frestað
Tónfundi yngri nemenda sem vera átti í dag í tónlistarskólanum er frestað um óákveðinn tíma.
Danssýning 2012 – myndir
Myndir frá danssýningunni í desember komnar inn á vefsvæði skólans. Sjá slóðina
Myndir úr hauststarfi
Nú hafa 40 myndir úr hauststarfi grunnskóladeildar verið settar inn í myndasafn skólans á netinu. Þetta eru myndir úr ýmsum áttum. Slóðin á myndirnar er hér.
Konudagskaffi á mánudaginn 25.feb
Næstkomandi mánudag verður konudagskaffi í leikskólanum. Allar mömmur og ömmur barnanna eru velkomnar í kaffi til okkar og hefst sú stund kl. 9.30 og stendur til kl.10.15. Boðið verður upp á dýrindis skúffuköku og kaffi. Vonandi sjáum við sem flestar og hlökkum til heimsóknarinnar.