Piparkökuhús!

AuðarskóliFréttir

Í aðdraganda jóla breyttist kennslustofan hjá nemendum í 4.–5. bekk í skapandi smiðju þar sem piparkökuhús risu eitt af öðru. Verkefnið hófst á hönnun: nemendur teiknuðu hugmyndir, ræddu lausnir og tóku sameiginlegar ákvarðanir. Í kjölfarið var bakað, mælt, smíðað og loks sett samanm stundum með tilraunum og mistökum sem nemendur lærðu af.

Verkefnið samræmist aðalnámskrá með samþættingu margra hæfniþátta. Nemendur þjálfuðu skapandi hugsun, samvinnu og sjálfstæði, beittu læsi í teikningum og útskýringum. Um leið var lögð áhersla á jákvæð samskipti, skipulag og gleði í námi.