Samráðsskjal-Drög að menntastefnu Dalabyggðar

Auðarskóli Fréttir

Kynning á drögum menntastefnu Dalabyggðar fyrir íbúa Dalabyggðar fór fram miðvikudaginn 17. janúar. Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skólastarfi, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.  

Opnað hefur verið fyrir tillögur á úrbótum á menntastefnunni. Í skjali sem fylgir frétt þessari er hægt að skrá tillögur og athugasemdir. Um er að ræða google skjal: Samráðsskjal eftir íbúafund 17. janúar 2024-Menntastefna Dalabyggðar-drög.  Allar tillögur vistast sjálfkrafa í skjalið.   Það er sveitarfélaginu mjög mikilvægt að fá íbúa með í þróun á stefnu og markmiðum menntastefnunnar og því eru allar ábendingar vel þegnar. Saman getum við meira.

https://docs.google.com/document/d/1WfwrAGsNRQaVg8D1lQjqkDmGhb3KGgdjQn3PpUK7oHg/edit?usp=sharing