Miðstig Auðarskóla er núna í vetur í samstarfsverkefni í enskunámi með 18 öðrum löndum.
Í vetur munu nemendur leysa margskonar og fjölbreytt verkefni sem hluta af enskunáminu. Samstarfslöndin okkar eru öll með annað móðurmál en ensku og mjög mismunandi getu í ensku.
Sumir notast meira að segja við annað letur. Verkefnum er skilað rafrænt vefsíðu Evrópuráðsins – ETwinning.
Fyrsti hlutinn er að svara spurningalista og hanna logo fyrir verkefnið.
Það verður gaman að fylgjast með þessu áhugaverða verkefni í vetur.