Staðarhólsbók í Auðarskóla

admin

Þann 20. maí kom Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnakennari hjá Árnastofnun, í heimsókn með handrit Staðarhólsbókar í farteskinu. Handritið dregur nafn sitt af Staðarhóli í Saurbæ, þaðan sem Árni Magnússon fékk það. Svanhildur kynnti fyrir nemendum á miðstigi íslensku skinnhandritin og fræddi okkur um handverkið við gerð og ritun handritanna. Nemendurnir fengu svo að skrifa eigin ‘handrit’ með fjöðurstaf og jurtableki á bókfell (sérverkað kálfskinn) auk þess sem þeir fengu að spreyta sig við lestur valinna textabrota úr miðaldahandritum. Að lokinni heimsókn var Staðarhólsbók skilin eftir í Dölum og verður hún til sýnis á Byggðasafninu á Laugum í sumar.