Nú á allra næstu dögum hefjast framkvæmdir við stækkun leikskólans. Á meðan á framkvæmdum stendur breytist aðgengi að leikskólanum. Verktaki mun girða byggingarsvæði alveg af og við það lokast sú leið sem börnin hafa farið á leiksvæði sitt utandyra. Eftir að framkvæmdir hefjast munu börnin ganga um sama andyri og áður en er ætlað að fara norður fyrir húsið en gengið verður þannig frá svæðinu að þessa leið alla fara þau innan girðingar.
Ætla má að einhver truflun geti orðið á daglegri ró barna vegna hávaða sem óhjákvæmilega fylgja framkvæmdum sem þessum. Verktaki er meðvitaður um það og mun m.a. stilla matarhlé sitt inn á hvíldartíma (svefn) yngstu barnanna.
Verktaki er Grjetar Andri Ríkharðsson og áætluð verklok eru 1. mars 2012.
Ætla má að einhver truflun geti orðið á daglegri ró barna vegna hávaða sem óhjákvæmilega fylgja framkvæmdum sem þessum. Verktaki er meðvitaður um það og mun m.a. stilla matarhlé sitt inn á hvíldartíma (svefn) yngstu barnanna.
Verktaki er Grjetar Andri Ríkharðsson og áætluð verklok eru 1. mars 2012.