Dómarar voru þrír og komu tveir þeirra frá Reykjavík, Jón Hjartarson yfirdómari og Þórður Helgason, eins var einn dómari frá okkur, Valdís Einarsdóttir. Nemendur í tónlistardeild Auðarskóla, Kristófer Daði, Jasmín Hall og Soffía Meldal, voru með tónlistaratriði fyrir keppnina og eins í hléi og stóðu þau sig mjög vel.
Auðarskóli bauð upp á kaffiveitingar á meðan dómarar réðu ráðum sínum. Keppnin var jöfn og spennandi en svo fór að lokum að tvö efstu sætin fóru til Grunnskólans í Borgarnesi og þriðja sætið til Auðarskóla. Hinrik Úlfarsson Grunnskólanum í Borgarnesi varð hlutskarpastur, í öðru sæti var síðan Jóhannes Þór Hjörleifsson Grunnskólanum í Borgarnesi og í þriðja sæti varð Jóhanna Vigdís Pálmadóttir (Jódí) úr Auðarskóla.
Að lokum þakka ég öllum þeim sem komu að þessari keppni kærlega fyrir þeirra framtak.