Í nóvember tóku nemendur Auðarskóla þátt í verkefninu „Syndum fyrir hreinu vatni“ á vegum ÍSÍ. Nemendur nýttu um 10-20 mín í öllum sundtímum mánaðarins til að safna sundferðum. Sá tími var jafnframt nýttur til að miðla fróðleik um vatnið okkar og hvað börn og ungmenni í Afríku hafa mörg hver lítinn aðgang að vatni.
Nemendur Auðarskóla stóðu sig með prýði og syndu samtals tæplega 65 þúsund metra eða um 5 þúsund ferðir.