Þemadagar

admin


Dagana 11. – 13. febrúar verða árlegir þemadagar í grunnskóladeild Auðarskóla.  Þemað  er „Sagan í Dölum“.   Nemendum og starfsmönnum hefur verið skipt niður í hópa, sem hafa verið að störfum síðustu tvær vikurnar til að undirbúa þemavinnuna.  Að þessu sinni verður þemað afrakstursmiðað.   Í lok þemadagana verður opið hús og þar verður foreldrum og gestum  boðið að heimsækja skólann frá kl. 11.00 á föstudag til að skoða og njóta afrakstrarins.