Ungmennabúðirnar á Laugum

admin

Vikuna 17.-21. október munu nemendur 9. bekkjar Auðarskóla dvelja á Laugum, Sælingsdal ásamt umsjónarkennara. Samstarfsskólanir á Vesturlandi eru á sama tíma.  Upplýsingar frá skólabúðunum hafa verið sendar heim.

Auðarskóli greiðir allan kostnað við ferðina en foreldrar greiða þó fæðiskostnað eins og nemandi væri í Auðarskóla þessa daga. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá mánudaginn 17. október.  Brottför verður 11:50 á mánudag og heimkoma í Búðardal um kl. 12.00 á föstudag.

Ungmennabúðirnar fara fram á skriflegt samþykki foreldra/forráðamanna og verður eyðublað fyrir það sent heim með nemendum í dag og þeir beðnir um að skila því á morgun 14. október.