Leir
2 bollar hveiti
1 bolli salt
1 tsk. Cream of tartar (ekki nauðsynlegt)
2 msk. olía
u.þ.b. 2 bollar heitt vatn
matarlitur
Aðferð:
Öllu nema vatni blandað saman í skál, heitu vatni (gott að hita það í hraðsuðukatli) síðan hellt út í. Því næst er blandan hrærð og hnoðuð vel saman.
Leirinn er best að geyma í lokuðu íláti eða plastpoka. Ef leirinn er of blautur og klístrast við hendur og borð, þá þarf bara að hnoða hann upp úr hveiti. Ef leirinn er of stífur, þá má lina hann með heitu vatni.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun!
Starfsfólk leikskólans