Velkomin á árshátíð

admin

Þann 21. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki rúmlega tvær klukkustundir. Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja.






Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skólabílstjóra sinn ef börn þeirra ætla ekki að nýta sér heimferð.






Yngri nemendur (1. – 4. bekkur) hefja dagskrána og nauðsynlegt að þeir séu mættir aftur kl. 17.30 í Dalabúð til undirbúnings.






Kaffiveitingar eru að lokinni skemmtun og eru þær eins og áður í boði foreldra. Foreldrar eru því góðfúslega beðnir að hafa meðferðis bakkelsi en starfsfólk í Dalabúð tekur á móti því frá kl. 17.30.






Miðaverð verður kr. 700 á mann fyrir 6 ára og eldri. Nemendur fá frítt.