Nokkrir nemendur í tónlistaskólanum fóru á vinnustaði hér í Búðardal og spiluðu og sungu fyrir starfsfólk.
Nemendur spiluðu í stjórnsýsluhúsinu, á Silfurtúni og í Mjólkurstöðinni.
Vel var tekið á móti nemendum og mikil ánægja með heimsóknirnar. Nemendur stóðu sig mjög vel og voru skólanum til sóma.