Vorhátíð 

admin





Picture


Þann 30.maí verður vorhátíð grunnskólans.   Á vorhátíð má gjarnan klæðast furðufötum í tilefni dagsins. Hafa ber þó í huga að hluti dagskrár er úti og því þarf einnig að klæða sig eftir veðri.  Andlitsmálun verður í boði fyrir yngstu nemendur.  Að þessu sinni eru foreldrar sérstaklega velkomnir og foreldrafelagið mun sjá um að grilla ofan í alla.

08.30 – 09.50   Nemendur í umsjá umsjónarkennara. Leikið og spilað inni.

10.10 – 11.10   Þrautakeppnir og leikir nemenda á stöðvum undir stjórn starfsfólks.

11.10 – 11.40   Foreldrar mæta á svæðið. Sameiginlegur ratleikur fyrir nemendur og

foreldra.

11.40 – 12.20  Grill, tónlist, vítaspyrnukeppni og fleira. Foreldrafélagið sér um grillið.

12.20                Heimakstur