Bangsa- og náttfatadagur í leikskólanum
Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október. Af því tilefni verður bangsa- og náttfatadagur í leikskólanum. Öll börn mega koma í náttfötum og með bangsann sinn. Börnin heimsækja heilsugæsluna þar sem skólahjúkrunarfræðingur tekur á móti veikum og slösuðum böngsum til aðhlynningar.