Nemendur á Álfadeild í gönguferð

admin

Yngri nemendur á Álfadeild fóru í gönguferð í góða veðrinu mánudaginn 17. september um Búðardal. Farið var í hreyfistundinni og  gengið í  „stóran“ hring. Nokkur hús voru skoðuð álengdar: Skólinn þar sem stóru krakkarnir eru, bankinn, heilsugæslan(sjúkrahúsið :-)), húsið hans Benónís og Thomsenshús.  Einnig gafst gott tækifæri til að fara yfir umferðarreglurnar.  Allir komu sælir og ánægðir heim og beint …

Frá foreldrafélaginu

admin

Foreldrafélag Auðarskóla hélt aðalfund sinn þann 6. september.  Fundurinn var allvel sóttur  og voru hin ýmsu mál rædd.  Stjórn félagsins er skipuða á eftirfarandi hátt: Formaður: Arnar Eysteinsson sem er fulltrúi grunnskóla í stjórn. Ritari: Ingibjörg Anna Björnsdóttir sem er fulltrúi leikskóla í stjórn. Gjaldkeri: Þorsteinn Jónsson sem er fulltrúi grunnskóla í stjórn. Meðstjórnandi : Carolin A Bare-Schmidt sem fulltrúi …

Stjórn nemendafélagsins

admin

Aðalmenn Elín Huld Jóhannesdóttir formaður Marinó Björn Kristinsson meðstjórnandi Aníta Rún Harðardóttir meðstjórnandi Benedikt Máni Finnsson meðstjórnandi Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri/varaformaður Íris Dröfn Brynjólfsdóttir meðstjórnandi Steinþór Logi Arnarsson ritari Varamenn Elín Huld Jóhannesdóttir Sindri Geir Sigurðsson Einar B. Einarsson Laufey Fríða Þórarinsdóttir Fulltrúar í skólaráð Auðarskóla Elín Huld Jóhannesdóttir   aðalmaður Benedikt Máni Finnsson     aðalmaður Íris Dröfn Brynjólfsdóttir …

Foreldrafundur – frestun

admin

Foreldrafundi, sem boðaður hafði verið á morgun þriðjudaginn 11. september, í leikskólanum er frestað um sinn vegna óviðráðandi ástæðna.

Frjálsíþróttamót 

admin

Þriðjudaginn 11. september fer fram frjálsíþróttamót samstarfsskólanna á Vesturlandi.  Nemendur í 3. – 10. bekk geta keppt.   Skráningarblöð hafa verið send í töskupósti heim með nemendum, þar sem foreldrar þurfa að staðfesta þátttöku.   Blöðunum skal skila í síðasta lagi í skólann föstudaginn 7. sept.

Aðalfundur foreldrafélagsins

admin

Nú er komið nýtt skólaár og því kominn tími á aðalfund foreldrafélags Auðarskóla. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 6. september kl. 20:00 í Auðarskóla. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf Önnur mál Við viljum hvetja alla foreldra til að mæta og taka þátt í starfinu í vetur. Stjórn foreldrafélags Auðarskóla

Innritun í tónlistarnám

admin

Dagana 22. – 24. ágúst stendur yfir innritun nemenda í tónlistarnám í Auðarskóla.   Umsóknarblöðum skal skilað til umsjónarkennara eða á skrifstofu skólans.

Skólasetning í grunnskóla

admin

Grunnskóladeild Auðarskóla verður sett kl. 10.00 þann 22. ágúst  í neðra rými skólans.  Nemendur mæta þá með  foreldrum, fá afhentar stundatöflur og fl. Skólaakstur og kennsla samkvæmt stundatöflu hefst svo 23. ágúst.

Innkauplistar

admin

Innkaupalistar eru nú aðgengilegir hér á vefsvæði skólans.  Um er að ræða tilmæli skólans um æskileg námsgögn í skólann. (Villa löguð kl.21.00 – 15.08.12) Innkaupalisti 1 bekkur File Size: 13 kb File Type: doc Download File Innkaukalisti 2 – 4 bekkur File Size: 35 kb File Type: doc Download File Innkaupalisti 5 – 7 bekkur File Size: 35 kb File …

Nýtt skólaár að hefjast

admin

Þann 1. ágúst hefst leikskóli Auðarskóla á nýjan leik.  Starfsmenn mæta kl. 08.00 og ráða ráðum sínum. Kl. 10.00 er tekið á móti börnunum. Það er góð veðurspá út vikuna svo búast má við mikilli útiveru.