Nú hafa verið settar inn á myndasvæði Auðarskóla 45 myndir frá leikskólanum. Um er að ræða myndir sem teknar hafa verið í maí og júní. Þær eru m.a. frá útskrift, kaffihúsaferð, fjöruferð, sumarferðalagi og fl.
Innkaupalistar 2013-2014
Innkaupalistar eru nú tilbúnir fyrir næsta skólaár. Þess ber þó að geta að þeir gætu breyst í haust fyrir skólabyrjun. Innkaupalisti 1. – 4. bekkur Innkaupalisti 5. – 7. bekkur Innkaupalisti 8. – 10. bekkur Deildarstjóri
Myndir frá vorhátíð
Nú er búið að setja inn á myndavæði Auðarskóla 30 myndir frá vorhátíð grunnskóladeildar, sem fór fram 3. júní. Myndirnar má skoða hér. Smella.
Kynningarfundir
Í dag verða kynningarfundir fyrir foreldra á breyttu fyrirkomulagi umsjónarhópa, sem áætlað er að taka upp næsta skólaár. Fundirnir verða þrír; einn á hverju stigi. Yngsta stig kl. 17.00 Miðgstig kl. 18.00 Efsta stig kl. 19.00 Foreldrar sem eiga börn á fleiri en einu stigi þurfa ekki að mæta nema á einn fund því að kynningarnar eru nánast eins.
Skólaslit Auðarskóla
Skólaslit Auðarskóla verða þriðjudaginn 4. júní kl. 17.00 í Dalabúð. Athöfnin tekur tæpa klukkustund. Allir nemendur og foreldrar eru velkomnir
Námskeiðsdagurinn 31.maí
Yngsta stig Nemendum er skipt í tvo hópa (14 og 15 nem.) og hóparnir skiptast á námskeiðin „tafl“ og „112“. Hóparnir sameinast þegar kemur að leikjanámskeiði hjá Jörgen. 15-20 mínútur í kynningu með nemendum, skipta í hópa og fl. Fyrsta lotan er fram að morgunmat (TAFL/112) Önnur lota byrjar kl. 10:10 JÖRGEN – ALLIR SAMAN Þriðja lotan byrjar kl. 11:10 …
Skólaferðalög yngri deilda fimmtudaginn 30.05
Yngsta stig 08:40 lagt af stað úr Búðardal til Hvammstanga. 09:40 Ávaxtatími. 10:00 Selasetur. 10:30 Lagt af stað í selaskoðun Svalbarð/Illugastaðir. 12:00 Gott nesti. 12:50 Mæting í sund á Reykjaskóla. 14:20 Pizzur á Staðarskála. 15:20 Brottför frá Hrútafirði. 16:00 Heimkoma í Búðardal. Miðstig Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 og stefnan sett á Hvammstanga. Við tökum með okkur …
Tóbakslausir bekkir í Auðarskóla
„Tóbakslaus bekkur“ er árleg samkeppni á vegum lýðheilsustöðvar. Þar gefst nemendum í 7. og 8. bekk að taka þátt með því að staðfesta fimm sinnum yfir veturinn að bekkurinn séu tóbakslaus og svo er frjálst hvort nemendur sendi inn lokaverkefni. Að þessu sinni sendu bæði 7. og 8. bekkur Auðarskóla inn lokaverkefni. Nemendur lærðu ýmislegt af þessu verkefni og voru …
Breytingar á umsjónarhópum
Undanfarna áratugi hafa nemendur verið í umsjónarhópum sem samanstanda af einum eða tveimur árgöngum (bekkjum). Undanfarin ár hafa bekkjardeildir verið á bilinu 6 – 7. Skólaárið 2013 – 2014 verður horfið frá þessu fyrirkomulagi og búnir til umsjónarhópar á hverju stigi fyrir sig. Á yngsta stigi verða þrír umsjónarhópar, á miðstigi verða tveir umsjónarhópar og á efsta stigi verða tveir …
Eineltisverkefni
Í Auðarskóla eru reglulega haldnir bekkjarfundir í lífsleikni og þar hefur umræðan um einelti skipað stóran sess. Nemendur í 2.-3. bekk voru að leggja lokahönd á plakat sem unnið var í tengslum við það verkefni. Ákveðið var að vinna út frá slagorði sem nemendur völdu sér og því var svo komið fyrir á spjöldum ásamt mynd af eineltishringnum. Slagorð hópsins …