Í Auðarskóla eru reglulega haldnir bekkjarfundir í lífsleikni og þar
hefur umræðan um einelti skipað stóran sess. Nemendur í 2.-3. bekk voru að leggja lokahönd á plakat sem unnið var í tengslum við það verkefni. Ákveðið var að vinna út frá slagorði sem nemendur völdu sér og því var svo komið fyrir á spjöldum ásamt mynd af eineltishringnum. Slagorð hópsins er „Við viljum vera græni maðurinn – stöndum saman gegn einelti“. Þarna er verið að vísa í grænlitaða manninn í eineltishringnum en það er sá sem leggur ekki í einelti og leyfir því ekki að viðgangast, hann hjálpar. Nemendur í 2.-3. bekk eru sammála um að öllum er hollt að láta minna sig reglulega á og veggspjaldinu er ætlað það hlutverk, að minna á og vekja fólk til umhugsunar. |