Skóladagatöl

admin

Skóladagatöl fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefinn.  Um er að ræða bæði leikskóladagatal og sameiginlegt skóladagatal fyrir tónlistar- og grunnskóladeild. Hér má finna dagatölin.

Auðarskóli með viðamikið átak í fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

admin

Í október 2012 var efnt til málþinga víða um land undir kjörorðunum „Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.“ Verkefnið er liður í sáttmála Evrópuráðsins sem Ísland er aðili að.  Fulltrúi frá Auðarskóla sótti ráðstefnuna og  hefur síðan verið tengiliður skólans gagnvart verkefninu. Í vetur hafa bæði starfsfólk og nemendur Auðarskóla fengið fræðslu um hvað kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er og …

Dagur bókarinnar í leikskólanum

admin

Í dag er daguri bókarinnar. Að því tilefni komu Skúli og Dídí í heimsókn til okkar á leikskólann. Þau sýndu börnunum gamlar bækur, m.a. biblíu frá 19.öld. Síðan lásu þau upp úr bókum, Skúli fyrir börnin á Álfadeild og Dídí fyrir börnin á Bangsadeild. Vakti heimsókn þeirra mikla ánægju og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Kveðja úr leikskólanum.

Góður árangur

admin

Þann 10.april fóru fram í Borgarnesi úrslit stóru upplestrarkeppninnar á svæði samstarfsskólanna á Vesturlandi.  Keppendur, sem allir komu úr sjöunda bekk, voru 11 talsins og komu frá fimm skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugargerðisskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar. Keppendur Auðarskóla  þau Helga Dóra Jóhannsdóttir og Björgvin Ásgeirsson stóðu sig með stakri prýði. Þegar úrslit keppninnar voru kynnt kom í ljós …

Góður árangur

admin

Steinþór og Benedikt Niðurstöður úr stærðfræði-keppninni 2013 voru glæsilegar fyrir Auðarskóla. Tveir keppendur voru í topp tíu í sínum árgangi. Steinþór Logi Arnarsson var í 3. sæti í 8. bekk og Benendikt Máni Finnsson var í 7.-8. sæti í 9. bekk. Auðarskóli hefur sótt keppnina allflest árin sem hún hefur verið haldin og Benedikt og Steinþór eru komnir í fríðan …

Velkomin á árshátíð

admin

Þann 21. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki rúmlega tvær klukkustundir. Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að hafa samband …

Stærðfræðikeppnin 2013

admin

Þriðjudaginn 12. mars tóku fimm nemendur úr Auðarkóla þátt í stærðfræðikeppni fyrir nemendur á unglingastigi, sem Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur fyrir á hverju ári. Nokkrir nemendur tóku þátt í forvali Auðarskóla fyrir keppnina og smávegis æfingar fóru fram í skólanum. Nemendur frá níu skólum á Vesturlandi tóku þátt í keppninni.  Um 4% keppenda komu úr Auðarskóla og voru þau …

Kvenfélagið Fjólan gefur spjaldtölvur

admin

Stjórn Fjólunnar með skólastjóra Kvenfélagið Fjólan gaf á dögunum grunnskóladeild skólans sex 10″ spjaldtölvur af gerðinni Point of View.  Það var stjórn Fjólunnar sem afhenti skólastjóra tölvunar á stóru upplestrarkeppninni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjólan styður skólann, en félagið hefur áður gefið leikskólanum og tónlistarskólanum rausnarlegar gjafir og verið bakhjarl skólastarfs í Dölum um árabil.  Kvenfélaginu er …