Matarframleiðsluþema í skólanum

Auðarskóli Fréttir

Síðasta þemað okkar í vetur snýst að matarframleiðslu og hvernig maður framreiðir mat til neyslu fyrir aðra.

Yngsta stig verður með veitngastað 15. maí kl 12:30 fyrir foreldra sína.

Miðstig verður með mathöll 17. maí kl 10:30 fyrir nemendur leik- og grunnskólann ásamt starfsfólki

Elstastig verður með matarvagna á vorhátíðinni 3. júní kl 11:30-12:30. Fyrir alla nemendur grunnskólans, starfsfólk og foreldra.

Mikil vinna er í gangi á stigunum og mikill undirbúningur fer í svona ferli.
Nemendur spá í kostnaði, búa til matseðil, æfa sig í að matreiða matinn, búa til boðskort, skipta niður verkefnum, ræða saman og komast að niðurstöðu um ýmis atriði í sameiningu.
Það verður gaman að sjá útkomuna hjá nemendum.