Styttist í Lyngbrekkuball

Auðarskóli Fréttir

Auðarskóli sér að þessu sinni um Lyngbrekkuballið sem er ball samstarfsskólanna á Vesturlandi, ballið er oftast mjög vel sótt af nemendum og mikil eftirvænting eftir þessari samveru og skemmtun. Ballið er fyrir nemendur 8.-10. bekkjar grunnskólanna. Nemendur Auðarskóla sjá um að skipuleggja ballið með aðstoð umsjónarkennara. Þemað í ár verður Hawaii og DJ ICECREAM mun halda uppi stuðinu frá 19:30- 22:00. Sjoppa verður á staðnum þar sem hægt verður að kaupa drykki, nammi og grillaðar samlokur. Góða skemmtun