Tóbakslausir bekkir í Auðarskóla

admin

„Tóbakslaus bekkur“ er árleg samkeppni á vegum lýðheilsustöðvar. Þar gefst nemendum í 7. og 8. bekk að taka þátt með því að staðfesta fimm sinnum yfir veturinn að bekkurinn séu tóbakslaus og svo er frjálst hvort nemendur sendi inn lokaverkefni. Að þessu sinni sendu bæði 7. og 8. bekkur Auðarskóla inn lokaverkefni. Nemendur lærðu ýmislegt af þessu verkefni og voru flest mjög sátt með lokaniðurstöðuna.


7. bekkur skilaði inn myndbandi (efra myndbandið). Í myndbandinu heyrið þið frumsamið lag sem nemendur sungu og spiluðu, einnig er smá leikþáttur saminn af nemendum.


8. bekkur skilaði inn myndbandi (neðra myndbandið). Þau sömdu leikþátt og vilja vara við ljótum orðum sem koma fyrir í myndbandinu.