Þriðjudaginn 2. júní 2020 útskrifuðust 8 börn úr leikskólanum. Athöfnin fór fram í Dalabúð. Við útskriftina var börnunum afhent útskriftarskjöl en einnig gáfu Stína og Jóhanna þeim blóm og gjöf frá leikskólanum. Haldin var ræða þeim til heiðurs þar sem stiklað var á stóru um leikskólagöngu þeirra og þeim færðar óskir um bjarta framtíð og farsældar á nýjum vettvangi. Myndasýning af börnunum var látin rúlla þar sem birtar voru myndir af þeim allt frá upphafi leikskólagöngu og til dagsins í dag. Eftir myndatökur var boðið upp á veitingar í efri sal Dalabúðar. Kökurnar bakaði þessi flotti útskriftarhópur í heimilisfræðistofu grunnskólans undir stjórn Írisar Drafnar.
Við óskum útskriftarbörnunum innilega til hamingju með áfangann um leið og við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra samfylgdina undanfarin ár. Kveðja frá starfsfólki leikskólans.