Útskrift leikskólans júní 2020

admin

​Þriðjudaginn 2. júní 2020 útskrifuðust 8 börn úr leikskólanum. Athöfnin fór fram í Dalabúð. Við útskriftina var börnunum afhent útskriftarskjöl en einnig gáfu Stína og Jóhanna þeim blóm og gjöf frá leikskólanum. Haldin var ræða þeim til heiðurs þar sem stiklað var á stóru um leikskólagöngu þeirra  og þeim færðar óskir um bjarta framtíð og farsældar á nýjum vettvangi. Myndasýning af börnunum var látin rúlla þar sem birtar voru myndir af þeim allt frá upphafi leikskólagöngu og til dagsins í dag. Eftir myndatökur var boðið upp á veitingar í efri sal Dalabúðar. Kökurnar bakaði þessi flotti útskriftarhópur í heimilisfræðistofu grunnskólans undir stjórn Írisar Drafnar.

Við óskum útskriftarbörnunum innilega til hamingju með áfangann um leið og við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra samfylgdina undanfarin ár. Kveðja frá starfsfólki leikskólans.


Til hamingju með áfangann kæru börn!