Nemendur 4. og 5. bekkjar hafa verið að læra um og kynnast sólkerfinu.
Í stofunni hjá þeim hanga núna uppblásnir hnettir í loftnu sem eiga m.a.
að auðvelda nemendum að muna röðina á plánetunum frá sólu. Því var alveg
kjörið að tengja lestrarátak bekkjarins við þessa hangandi hnetti.
Nemendur brugðu því á það ráð, með kennara sínum, að mála litla fleti í
bláum lit og festa þá í stofuloftið. Á þessa fleti safna nemendur síðan
stjörnum og er nú að verða ansi stjörnubjart í stofunni. Þegar nemandi
hefur náð 20 stjörnum er hann búinn að vinna sér inn bókamerki og við
hverjar 10 stjörnur, sem bætast við, er gatað í viðeigandi reit á
bókamerkinu.
Þegar nemandi hefur lesið sér inn 40 stjörnur vinnur hann sér inn Halastjörnu sem einnig er fest á himininn í stofunni og príðir
nú ein slík loftið. Átakið gengur vel og eru nemendur áhugasamir. Heildarfjöldi stjarna, sem bekkurinn er búinn að prýða stofuna með, er ríflega 300stk.
kv Íris og Kiddi
Í stofunni hjá þeim hanga núna uppblásnir hnettir í loftnu sem eiga m.a.
að auðvelda nemendum að muna röðina á plánetunum frá sólu. Því var alveg
kjörið að tengja lestrarátak bekkjarins við þessa hangandi hnetti.
Nemendur brugðu því á það ráð, með kennara sínum, að mála litla fleti í
bláum lit og festa þá í stofuloftið. Á þessa fleti safna nemendur síðan
stjörnum og er nú að verða ansi stjörnubjart í stofunni. Þegar nemandi
hefur náð 20 stjörnum er hann búinn að vinna sér inn bókamerki og við
hverjar 10 stjörnur, sem bætast við, er gatað í viðeigandi reit á
bókamerkinu.
Þegar nemandi hefur lesið sér inn 40 stjörnur vinnur hann sér inn Halastjörnu sem einnig er fest á himininn í stofunni og príðir
nú ein slík loftið. Átakið gengur vel og eru nemendur áhugasamir. Heildarfjöldi stjarna, sem bekkurinn er búinn að prýða stofuna með, er ríflega 300stk.
kv Íris og Kiddi