Sjálfsmatsskýrsla 2010 – 2010

admin

Í þessari fyrstu áfangaskýrslu Auðarskóla um sjálfsmat í skólanum er greint frá framkvæmd og niðurstöðum á tveimur þáttum, sem metnir voru skólárið 2010 – 2011. Skýrsla þessi er nokkuð seinna á ferðinni en til stóð samkvæmt áætlun vegna starfsmannaferðar sem farin var í Auðarskóla á starfsdögum í júní 2011. Við það seinkaði úrvinnslu úr gögnum vetrarins.

Í skýrslunni er gert grein fyrir matsþáttnum líðan annarsvegar og samvinnu, upplýsingastreymi og starfsanda hinsvegar. Einnig er hér í skýrslunni gerð grein fyrir sjálfsmatsáætlun skólans, forsendum matsins og þeirri aðferðarfræði og viðmiðum sem notuð er við matið. Skýrslan er unnin af þróunarstjórn skólans á grunni upplýsingaöflunar og umræðna starfsfólks.

Skýrslan er opinber og verður kynnt á starfsmannafundum, í skólaráði og í fræðslunefnd sveitarfélagsins. Skýrslan verður höfð öllum aðgengileg á vefsíðu Auðarskóla undir hlekknum „útgáfa“.

Þróunarstjórn skólans skólaárið 2010 – 2011 skipaði: Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri, Freyja Ólafsdóttir grunnskólakennari, Björt Þorleifsdóttir deildarstjóri á leikskóla og Herdís Erna Gunnarsdóttir grunnskólakennari. Guðrún Kristinsdóttir deildarstjóri á leikskóla tók sæti Bjartar í september 2011 og kom að gerð skýrslunnar.


Skýrslan er í heild sinni hér.