- september síðastliðin tók Vínlandssetrið ehf. við rekstri á mötuneyti skólans. Þar eru þrír starfsmenn sem sjá um starfsemina. Ragga, Justyna og Szymon Fjórir nemendur á miðstigi fóru á stúfanna og tóku viðtal við Röggu og Justynu. Viðtalið má lesa hér að neðan. Róbert Orri Viðarsson tók viðtalið, Nadía Rós Arnardóttir var tæknimaður, Aðalheiður Rós Unnsteinsdóttir og Jökull Sigurðsson sömdu spurningar.
Róbert: Við erum staðsett í mötuneytinu og ætlum að taka viðtal við nýja starfsmenn hér.
Finnst ykkur gaman í vinnunni ?
Ragga og Justyna: Já, mjög gaman
Róbert: Hvað er gaman við að vinna hér ?
Ragga og Justyna: Gaman að vinna með skemmtilegu fólki og gera ykkur glöð með að búa til góðan mat
Róbert: Finnst ykkur gaman að elda ?
Ragga og Justyna: Nei, hundleiðnlegt… nei það er mjög gaman
Róbert: Hvað er uppáhaldsmaturinn ykkar ?
Ragga og Justyna: Bara allur matur góður, kannski súpur sérstaklega
Róbert: Hvernig eru nemendur í Auðarskóla, erum við með góða umgengni, matvönd, kurteis og svoleiðis ?
Ragga og Justyna: Þeir eru allskonar bara, eruð reyndar kurteistari núna en þegar við byrjuðum fyrst. Og farin að ganga betur um líka.
Hvaða stig er í uppáhaldi hjá ykkur, yngsta, mið eða elsta ?
Ragga og Justyna: Það er engin í uppáhaldi hjá okkur, maður gerir ekki uppá milli.
Öll flott.
Róbert: Takk fyrir þetta og gefa okkur tíma í þetta viðtal.