Smiðjuhelgi framundan hjá unglingastigi

Auðarskóli Fréttir

Fyrri smiðjuhelgin fer fram núna næstkomandi föstudag og stendur til laugardags.

Br0ttför kl 13 frá Auðarskóla. Fjölbreyttar smiðjur í boði, nemendur velja sig í smiðju í dag og fá niðurstöðu um hvaða smiðju þau fá seinna í vikunni.

Hér má sjá lista yfir smiðjur í boði að þessu sinni

  1. Dans smiðja

Í danssmiðjunni verður unnið með líkamann sem verkfæri og möguleikar hans kannaðir. Það er magnað hvað hægt er að gera með einföldum hreyfingum ef við gerum það saman. Við horfum á brot úr danssýningum og fáum kynningu á listdansumhverfinu á Íslandi. 

Við segjum sögur með líkamanum og nýtum tjáningarmátt hans. Við lærum æfingar til að hita upp alla dansvöðva og lærum um leið hreyfingar sem við getum notað við samsetningu á atriðum sem við semjum saman. Hópurinn vinnur saman og ræðir áherslur og leiðir við túlkun þeirra viðfangsefna sem verða fyrir valinu. Við notum fjölbreytta tónlist og ýmis konar hljóð til að móta hreyfinguna. Nauðsynlegt er að mæta í þægilegum og teygjanlegum fötum. 

Eftir smiðjuna eru þátttakendur með aukna innsýn í tungumál líkamans og hvernig nota má hreyfingar, litlar og stórar, til að styðja við eða segja sögur eða túlka tilfinningar. 

Kennari: Díana Rut Kristinsdóttir frá Dansgarðinum. 

Díana Rut Kristinsdóttir er lærður dansari með mikla reynslu í fjölbreyttum dansverkefnum og er nýkomin frá Danmörku. Hún er einnig reyndur kennara hjá Dansgarðinum. 

  

2. Upptöku smiðja 

Nemendum verður kynnt helstu leiðir og til þess að taka upp, klippa saman og hljóðblanda hljóð fyrir podköst, spjallþætti, tónlist eða annarskonar efni. Einnig verða kynnt stuttlega helstu upptökuforrit og algengustu tólin í þeim. 

Sem dæmi má nefna EQ, Compressor/Limiter, Klippitólið, Fade in/out og X-fade, taktmælir, tímalína, import, export/bounce o.fl. 

Forritið Protools er notað við vinnuna í stúdíóinu á Kleppjárnsreykjum og hægt að ná sér í forskot með því að kíkja á fræðsluefni á netinu. 

 Unnið verður í litlum hópum sem ákveða viðfangsefni. Þeir safna efni og fullvinna með hljóðum/tónlist. 

Við lok smiðunnar ættu nemendur að geta bjargað sér við að taka upp, klippa og hljóðblanda einfalt podkast eða annars konar efni. 

Þeir nemendur sem eiga tölvur/ipad og heyrnartól eru hvattir til þess að mæta með slíkt með sér. 

Smiðjan fer fram í hljóðvers rýminu í skólanum á Kleppjárnsreykjum. 

Kennari er Gunnar Ingi Jósepsson kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. 

Gunnar er tónlistarmaður með margra ára reynslu af upptökum og hljóðblöndun. Hann er gítarleikari og söngvari í þungarokk sveitunum Proxanity og Skyfolk og er einnig meistaranemi í Hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. 

  

3. Borðtennis smiðja 

Unglingalandsliðsþjálfarinn Mattia Luigi Contu kennir borðtennis og skemmtilega borðtennisleiki. Seinni daginn verður sett upp skemmtilegt mót í borðtennis. 

 

4. Járnsmíða smiðja 

Smiðja í járnsmíði haldin í Bútæknihúsi Landbúnaðarháskóla Íslands 29. og 30. sept. Hugmynd smiðjunnar er að þáttakenndur fái að kynnast vinnubrögðum og helstu verkfærum sem notuð eru í  járnsmiðavinnu. Læri undirstöðuatriðin í því hvernig rafsuða er framkvæmd ásamt  því að kynnast því hvernig hægt er að meðhöndla og móta járn á ýmsa vegu.   

Kennari er Haukur Þórðarson starfsmaður Landbúnaðarháskóla Íslands. 

  

5. 3D hönnun og prentun – vínyl- og laserskurður 

Föstudagur: Námskeið í 3D hönnun. Þáttakendur læra að teikna 3D teikningu í Tinkercad forritinu og prenta út í 3D prentara. 

Laugardagur: Námskeið í teikniforritinu Inkscape. Þátttakendur læra að teikna vector myndir og skera út í límmiða/fatafilmu og eða laserskera. Í boði er að pressa fatafilmu á fjölnota poka, einnig má koma með flík t.d. bol eða þess háttar til þess að pressa á. 

Smiðjan fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar.  

Kennari er Valdís Sigurvinsdóttir umsjónamaður Kviku í MB 

 

6. Förðun og hár 

Á föstudeginum verða kennarar frá Reykjavík makeup school með Makeup námskeið. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja taka sín fyrstu skref í förðun. Farið verður yfir grunnkennslu í förðun ásamt því að kenndar verða góðar aðferðir til þess að hylja bólur. Farið verður yfir húðumhirðu, litaleiðréttingar, húðgerðir-og áferðir og hvernig skal koma fram við húðina þegar hún er viðkvæm. Sýnikennsla verður á léttri förðun með áherslu á litaójöfnuði og áferð húðarinnar. 

Kennararnir hafa brennandi áhuga á förðun og því sem fylgir henni. Þær ætla að kenna förðunarnámskeið sem er tilvalið fyrir byrjendur og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðun. Farið verður yfir öll helstu grunntökin og hvernig best er að raða förðunarvörunum á húðina ásamt mismunandi aðferðum og tækni sem gott er að tileinka sér. 

Á laugardeginum verður Alma Hlín Þórarinsdóttir hársnyrtir með smiðju. Hún mun leita til nemenda sinna eftir hugmyndum að verkefnum, og kenna þeim það sem þá langar að læra varðandi umhirðu hárs, greiðslu , fléttur  og fleira