Í dag, 12. apríl fór fram hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar. Nemendur lásu uppúr bókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason og upplestur á ljóðum sem þau völdu sjálf.
Markmiðið með upplestrarkeppninni er að vekja áhuga og athygli nemenda á vönduðum upplestri og framburði. Ferlið sjálft og aðdragandi keppninnar er aðalatriðið, að nemendur fái tækifæri til að spreyta sig á textum og tíma til æfinga til að lesa upp fyrir áhorfendur. Auðvitað getur það stundum verið stressandi að þurfa að lesa upp fyrir aðra en að loknum lestri geta allir verið stoltir af sínum árangri. Nemendur hafa æft sig vel og mikið á undanförnum dögum undir stjórn umsjónarkennara, þeirra Ernis og Kidda og stóðu allir sig með mikilli prýði.
Dómarar í keppninni í ár voru þær Anna Sigríður Grétarsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Í salnum voru einnig mættir nemendur úr 5. og 6. bekk sem hlustuðu á upplesturinn. Þeirra bíður svo sama verkefni á næsta og þar næsta ári. Það sem hafa skal í huga er að það þarf líka að æfa sig í að vera góður áhorfandi og hlustandi.
Niðurstaða dómnefndar var eftirfarandi
Lauga Björg og Kristján Þorgils í 4.-5. sæti
Aðalheiður Rós í 3. sæti
Bryndís Mjöll í 2. sæti
Róbert Orri í 1. sæti
Keppendur fengu öll falleg viðurkenningarskjöl og verðlaunasætin fengu einnig gjafabréf á ís frá Erpsstöðum.
Róbert og Bryndís verða því keppendur Auðarskóla á Stóru upplestrarkeppninni sem fer fram í Dalabúð næstkomandi þriðjudag.